Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Afríka / Zambía
23.1.2020 : 18:27 : +0000

Í stuttu máli

Lágmarksaldur: 18 ár og efri mörk miðast við heilbrigði umsækjenda.

Tungumálakunnátta: Góð kunnátta í ensku. 

Starfsreynsla: Ekki er krafist starfsreynslu.

Vegabréfsáritun: Hægt er að kaupa vegabréfsáritun við komu til Zambíu.

Lengd dvalar:  2-12 vikur í ljóna og samfélagsverkefninu og í simpansaverkefninu.

Upphafsdagssetning: Byrjunardagur alla mánudaga í ljóna og samfélagsverkefninu, en annan hvern mánudag í simpansaverkefninu.

Umsóknarfrestur: Bóka þarf 2-3 mánuðum fyrir áætlaða brottför.

Bólusetning: Krafist er "Yellow fever" bólusetningu.

Annað: Vinnan getur verið bæði líkamlega og andlega erfið. En ef þú ert heilsuhraustur, opinn fyrir nýjungum og tilbúinn að gera leggja þig fram þá er þetta svo sannarlega verkefni fyrir þig!

Sjálfboðavinna Zambía

Zambíu er lýst sem óskornum demanti, - hin raunverulega Afríka og örugga Afríka án átaka á milli ættbálka sem einkennt hafa margar nágrannaþjóðirnar. Zambezi áin markar landmærin við Angola, Namibíu, Botswana og Zimbabwe, og þar má finna hina stórfenglegu Viktoríufossa og Kariba vatn. 

 

Ef dýralíf Afríku heillar, þá er nóg að sjá í Zambíu. South Luagnwa þjóðgarðurinn er einn sá besti í heiminum.  Villtir fílar rölta um árbakka Zambeziárinnar, flóðhestar baða sig og ernir svífa yfir í Lower Zambezi þjóðgarðinum á meðan Kafue þjóðgarðurinn nær yfir stærra landsvæði en Sviss og býður upp á ótrúlega fjölbreytt dýralíf. 

 

Þrátt fyrir gjöfult land og miklar náttúrulegar auðlindir (þá einna helst kopar) er efnahagsástandið í landinu mjög erfitt.  Stærsti hluti íbúanna lifa við aðstæður undir fátæktarmörkum og meðalaldur íbúa er um 33 ár, sem má að hluta til rekja til alnæmisfaraldurins. En þrátt fyrir þetta eru íbúar Zambíu einstaklega vinalegir og hreinlega með fótbolta á heilanum.

 

Því ekki feta í fótspor landkönnuðarins fræga, Livingstone og starfa sem sjálfboðaliði í borginni sem er nefnd eftir honum rétt við Viktoríufossana, sem er eitt af hinum 7 náttúrlegu undrum veraldar eða í hinu afskekkta, villta víðerni friðlandsins í Chimfunshi? 

Þáttaka þin í sjálfboðastarfi er dýrmæt. Þu skilar til baka og ert meira en ferðamaður. Þú lærir betur að þekkja sjálfan þig, tengist og eignast nýja vini.

Við bjóðum upp á tvö sjálfboðaverkefni í Zambíu:

Um landið

Höfuðborg: Lusaka
Stærð: 752.600 km2
Mannfjöldi: 11.2 milljónir
Tungumál: Enska (opinbert tungumál) og bemba.
Trúarbrögð: 50-75% kristnir,  50-75% innfædd trúarbrögð.  Ekki er óalgengt að fólk aðhyllist bæði.
Gjaldmiðill: Zambía Kwacha (ZK)
Tímamismunur: +2 (GMT) að vetri. 
Rafmagn: 230 V 50 HzHz
Landsnúmer: +260
Veðurfar: Hitastig frá ágúst til október að meðaltali 32°C yfir daginn.  Svalara og þurrara er frá maí til ágúst.  Rigningartímabilið nær yfir nóvember til apríl, og eru þá sumir þjóðgarðanna lokaðir.  Slæmt vegakerfi (sérstaklega í dreifbýlinu) vill þá verða enn verra.  

 

Frekari upplýsingar um Zambíu er til dæmis hægt að finna hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/Zambia
www.lonelyplanet.com 

 

Hvernig kemstu til Zambíu?