Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Ameríka / Brasilía / Um vinnuna
22.11.2019 : 6:14 : +0000

Vinnu- og frítími

Vinnutími: Mismunandi eftir verkefnum, en almennt frá 4 til 6 klst á dag eða 20 klst. per viku.

Frítími: Yfirleitt tveir dagar á viku.

Húsnæði og fæði:  Oftast heimagisting með hálfu fæði (morgunmat og kvöldmat). 

 

 

Um vinnuna

 

Sjálfboðastarf með eða án tungumálanámsskeiðs.

Viltu aðstoða við mannúðarstarf eða náttúruvernd í hinu feiknastóra landi, Brasilíu. Þú getur valið á milli að vera í Florianópolis eða Curitiba. Tveggja vikna tungumálanám í portúgölsku er valfrjálst í upphafi starfsins.

 

Florianópolis. Borgin er höfuðborg Santa Catarina fylkis og er á eyjunni Ilha de Santa Catarina tengd við meginlandið með brú. Náttúrufegurðin er ógleymanleg og fjölbreytilegustu strandir er þar að finna. Þær eru paradís fyrir bretta og siglingaáhugamenn að ógleymdum áhugamönnum um fiskveiðar. íbúafjöldi borgarinnar er 300 þúsund. Hvert sumar allt að þrefaldast íbúafjöldinn þegar Brasilíubúar og ferðamenn frá Suður Ameríku hópast þangað til að njóta þess fjársjóðs sem eyjan er. R3 er samtök sem starfa án hagnaðarsjónarmiða við að bjarga, endurhæfa og aðlaga aftur villt dýr í þeirra náttúrulega umhverfi.  Þau taka á móti öllum tegundum dýra Brasilíu sem hafa verið tekin eða orðið fórnardýr manna. Þau vinna hörðum höndum við að bæta vellíðan einstakra dýra í endurbata ferlinum og siðan sleppa lausum. R3 eru háðir styrkjum og sjálfboðaliðum til að komast af. Sjálfboðaliðar aðstoða við umönnun dýranna.

 

Curitiba. Sjálfboðaliðar aðstoða við umönnun barna á barnaheimulum. Heimilin eru tvö, annað fyrir ungabörn og hitt fyrir börn á aldrinum 2-12 ára. Börnin hafa verið tekin af heimilum sínum vegna misnotkunar og eða ofbeldis.  Þau dvelja á heimilinu þangað til þau eru annað hvort ættleidd eða aðstæður hafa lagast hjá foreldrum þeirra. Börnin geta verið allt niður í nýfædd þegar þau koma. Þarna er reynt að veita börnunum menntun, læknis og sálfræðiþjónustu auk fæðis og húsnæðis. Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni aðstoðar þú við barnagæslu, leikur við börnin, aðstoðar við heimanám og kennir ensku. Síðast en ekki síst getur þú veitt þeim ástúð og umhyggju. 

 

Curitiba: Aðeins 30 km frá miðbæ Curitiba er dýragarður, sem fór að byggjast upp á árinu 2003 eftir að illa haldinn jagúar fannst á bóndabýli. Síðan þetta var hefur garðurinn vaxið og dafnað jafnt og þétt vegna sívaxandi áhuga fólks á dýravernd. Í dag hýsir garðurinn yfir 1000 dýrategundir og eru margar af dýrategundunum í útrýmingarhættu. Sem sjálfboðaliði aðstoðar þú við fóðrun og umhirðu dýranna, við gróðursetningu trjáa, að halda illgresi í skefjum, viðhaldi á göngustígum og fleira.