Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Ameríka / Brasilía
10.12.2019 : 0:58 : +0000

Í stuttu máli

Lágmarksaldur: 18 ár

Tungumálakunnátta: Góð kunnátta í ensku.  Kunnátta í portúgölsku er kostur, en ekki nauðsynlegt.

Starfsreynsla: Ekki er krafist starfsreynslu.

Vegabréfsáritun: Þarf ekki upp að 90 dögum.

Lengd dvalar:  Mismunandi eftir verkefnum, sum lágmarks dvöl 2 vikur, önnur 4 vikur.   

Upphafstími: Fyrsta mánudag í hverjum mánuði.

Umsóknarfrestur: Bóka þarf 2-3 mánuðum fyrir áætlaða brottför.

Annað: Sjálfstæði, sveigjanleiki og áhugi á að upplifa eitthvað nýtt og öðruvísi. 

Sjálfboðavinna Brasilía

Brasílía er risinn í Suður Ameríku, - fimmta stærsta land heims hvort sem litið er til ferkílómetra eða mannfjölda.  En Brasilía er miklu meira en bara stærðin.  Eitt helsta einkenni landsins er lífsgleði og kraftur íbúanna hvort sem þeir búa í stærstu regnskógum heims eða hreinlega í brjálæðislegum stórborgunum.

 

Samba, Bahias axé eða Capoeira bardagadansinn, - aðalatriði er dynjandi dans í bland við tónlist og jafnvel smá bardagalist.  Danstakturinn er jafn samofinn lífi Brasilíumanna og matur og svefn. Allir hafa heyrt af karnivalinu í Rio de Janeiro en lífsgleði íbúanna birtist einnig í hraðakstri Formúlu-1 bílstjóranna Rubens Barrichello og Felipe Massa og ástríðufullum áhuga þeirra á fótbolta sem endurspeglast í stjörnunum Ronaldinho, Ronaldo og sjálfum Pelé.

 

Lifðu lífinu í Rio de Janeiro

Sjálfboðavinna Brasilía hefst með tveggja vikna tungumálanámskeiði í portúgölsku. Mögulegt er einnig að sleppa tungumálanámi og fara beint í sjálfboðastarf.

 

Rio de Janeiro eða Cidade Maravilhosa (dásamleg borgin) hefur margt sem heillar, ekki hvað síst kraftmiklir og lífsglaðir íbúar hennar.  Styttan af Jesús (Christos Redentor) tekur á móti manni með opna arma sem og litríkt karnivalið þar sem dansarar stíga flókin sambasporin íklæddir glitrandi búningum og fjaðraskrúði.

 

Í Rio er veðrið gott allan ársins hring og ætíð nóg að gera: Sleikja sólskinið á hinni frægu Copacabana strandlengju, skreppa á góðan dansstað eða njóta náttúrunnar í skógi þökktum hlíðum fjallanna sem umkringja Rio.

 

Taktu þátt í sjálfboðavinna Brasilía með 2 vikna tungumálanámsskeiði áður en vinna hefst eða farðu beint í sjálfboðastarf.

Þitt er valið!