Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Ameríka / Mexíkó / Um vinnuna
22.11.2019 : 6:12 : +0000

Vinnu- og frítími

Vinnutími: Mismunandi eftir verkefnum, en almennt frá 35-40 klst á viku.

Frítími: Yfirleitt tveir dagar á viku.

Fæði og uppihald: Heimagisting og 3 máltíðir á dag innifalið. Í sumum verkefnum er boðið upp á annars konar gistingu og aðeins eina máltið með heimafólki á dag. Töluvert ódýrara er að búa í Mexíkó en á Íslandi.  Gerðu ráð fyrir minnst um €350-400 á mánuði á meðan á sjálfboðavinnunni stendur. 

Húsnæði: Búið er á farfuglaheimili í upphafi komu til Mexíkó borgar í tvær nætur. Morgunmatur innifalinn eingöngu.

Um vinnuna

Sjálfboðastarf í Mexíkó hefst í Mexíkó borg með námskynningu. Mæting er á fimmtudegi. Sótt er á flugvöll og flutt á farfuglaheimili. Daginn eftir er líf í Mexikó kynnt, markmið verkefna og einkenni svæða sem starfið fer fram á. Kynningin heldur áfram eftir hádegið með ferð um borgina. Ferð á verkefnastað er svo skipulagt daginn eftir. Í verkefninu sjálfu er oftast heimagisting í sérherbergi og aðgangi að sameiginlegu baðherbergi. Gistifjölskyldur útvega 3 máltíðir á dag. Sjáflboðaliðar útbúa samt hádegisverðinn sinn sjálfir. Að búa í heimagistingu veitir þér frekari tækifæri til að kynnast menningu heimamanna og að læra málið. Sjálfboðaliðar vinna ca. 35-40 klst. á viku 5 daga vikunnar. Aðstæður í hverju verkefni eru breytilegar. Það fer eftir verkefnum hvort það séu aðrir alþjóðlegir sjálfboðaliðar ásamt heimamönnum. Þú færð hjálp svæðisfulltrúa meðan þú dvelur í borginni og í sjálfboðastarfi. Hann mun m.a. kynna þér almenningssamgöngur, nánasta umhverfi og áhugaverða staði að sjá.

Þú getur valið á milli nokkurra sjáflboðaverkefna.

Heillandi börn í Barra de Postosi í Guerrero. Barra de Postosi er lítið sjávarþorp við Kyrrahafsströndina, aðeins í 25 mínútna fjarlægð frá strand dvalarstaðnum Ixtapa-Zihuatanejo.. Eins og allir staðir nálægt vinsælum ferðamannastöðum er þorpið í hættu á að missa hefðbundin séreinkenni sín vegna fjárfesta, sem reyna að þenja út starfssemi sína. Heimamenn hafa sammælst um að spyrna við fótum og reyna að vernda gildi og hefðir samfélags sins. Í þessu verkefni er markmiðið að veita börnunum í þorpinu tækifæri. Um leið er lögð áhersla á að vekja vitund og stolt á hefðum og sögum samfélags þeirra. Með fjárframlögum tókst að kaupa lítið hús, og opna þar bókasafn. Þangað fara börn að vinna heimavinnuna, læra leiklist og listgreinar og að auki eru margvísleg námskeið haldin fyrir þau. Þörf er á að bæta bygginguna og að auka við fjölbreytni starfsins og þeirrar þjónustu sem þar er boðið upp á. Áhugasamir sjálfboðaliðar sem eru frjóir og hafa frumkvæði eru mjög svo velkomnir til að hjálpa við hin ýmsu verkefni sem getur verið allt frá skrifstofuvinnu til aðstoðar við heimanám samþættingu listgreina, tungumála eða tónlistarnámskeiða, íþróttastarfs eða að leiða leshringa. Svæðið umhverfis safnið þarfnast svo viljugra handa sem vilja vinna í garðinum og skipuleggja garðyrkjunámskeið fyrir börnin.

Verkefnið hefur ekki úr miklu að moða og eru sjálfboðaliðar sem eru úrræðagóðir, sveigjanlegir og tilbúnir að prjóna af fingrum fram og koma af stað nýjum námskeiðum sérlega velkomnir. Hægt er að taka þátt allt árið og dvelja frá 4 vikum upp í 6 mánuði.

Munaðarleysingjaheimili barna með sérþarfir í Amecameca í Mexikó fylki.  Amecameca er lítil borg í Mexíkó fylki einn og hálfan klukkutíma frá suð-austur Mexíkó borg og í 45 mínútna fjarlægð frá Guernavaca. Umkringd fallegum fjöllum og staðsett við rætur Popocatepetl og Iztaccihuatl eldfjallanna býður borgin upp á hrífandi útsýni frá þessum snjóþöktu táknmyndum endalaus kærleika. Göngu og fjallaáhugamenn njóta allt árið nálægðar við Ixta-Popo garðinn og á jólum fara fjölskyldur þangað og höggva eigið jólatré eftir að hafa fengið smá fræðslu um umhverfismál. Sjálfboðaliðar í þessu verkefni styðja við starf heimilis  fyrir drengi, en á áætlun er önnur bygging fyrir stúlkur. Þarna eru drengir á aldrinum 6-38 ára sem koma allir frá fátækum fjölskyldum og þjást af margvíslegri fötlun. Getur verið down syndrome, einhverfa, heyrnarleysi, andlega þroskaskerðing og fleira. Þarna starfar hópur af gefandi og elskulegu fólki. Sjálfboðaliðar aðstoða við alls konar dagleg störf sem geta verið almenn þrif, viðhaldsvinna, eldhúsaðstoð, við borðhald, aðstoð við kennara, við hreyfiæfingar, aka eða sækja í skóla eða að skipuleggja skemmtanir.  Venjulegur dagur hefst klukkan 11.  Sjálfboðaliðar búa í heimagistingu í 15-45 mínútna fjarlægð með almenningsvagni.

Heildræn starfssemi í Oaxaca borg. Fimm ungum Mexíkönum datt í hug að heimamenn gætu alveg gert eitthvað til að bæta bágbornar aðstæður sins samfélags alveg eins og velviljaðir sjálfboðaliðar sem koma langt að. Í kjölfarið var stofnaður öruggt aðsetur í 30 mínútna fjarlægð frá miðbæ Oaxaca borg fyrir börn með mismundandi bakgrunn og foreldra þeirra. Markmiðið er að auka þekkingu og færni og að ræða málefni sem hafa áhrif á líf þeirra. Sjálfboðaliðar kenna ensku á morgnana eða listgreinar og íþróttir í grunnskólum. Þeir geta líka tekið þátt í samræðuklúbbi á móðurmáli nemenda í háskólanum og boðið nemendum upp á alþjóðlega reynslu þótt þeir hafi ekki efni á að ferðast og skoða heiminn sjálfir. Vinnan í skólum fer aðallega fram fyrir hádegi. Eftir hádegi aðstoða sjálfboðaliðar börn við m.a. heimanám, að nota bækur og netið, að bæta enskukunnáttu þeirra, læra stærðfræði, skipulagningu átaks til að skapa meðvitund um umhverfisþekkingu, fræða um heilsu og næringu, umönnun gæludýra, leiða námskeið í t.d. handavinnu og föndri, skipuleggja útileiki til að hvetja til hreyfingar og fleira. Góð þekking í spænsku er mjög gott að hafa, en grunn kunnátta er í lagi. Vinnan er aðallega þriðjudaga til laugardaga. Heimagisting er í boði í nágrenninu.

Þjálfunarprógram með hestum. Cuadra Don Antonio var í byrjun hesthús sem hafði það að megin markmiði með starfi sínu að kenna meðferð og virðingu við hesta. Brátt þróaðist reiðskóli þar sem börn gátu kynnst hestum og lært að annast þá á viðráðanlegu verði. Nú styrkir staðurinn hestaþjálfunarprógram fyrir börn með sérþarfir. Börnin koma frá fátækum fjölskyldum. Tekjulágar fjölskyldur geta sótt um þjónustu og fengið nánast frítt. Börn sem eru á vegum ríkisins fá að koma frítt. Hesthúsið er í 15 mínútna fjarlægð frá miðbæ Queretaro borgar. Það er unnið að því að auka starfsemina svo að sé hægt að bjóða fleiri börnum að koma og því er rík þörf fyrir sjálfboðaliða. Þrjá daga í viku aðstoða sjálfboðaliðar við alls konar störf tengd hestunum eins og fóðra, bursta, þjálfa, moka stíur, og aðstoða við reiðkennslu. Laugardaga og sunnudaga er aðstoðað við þjálfunarverkefni fyrir sérþarfa börnin. Ekki er krafist fyrri reynslu af hestum, en nauðsynlegt er að hafa áhuga á þeim,  einnig að vera barngóður og þolinmóður. Góð kunnátta í spænsku er gott að hafa en grunnkunnátta er líka samþykkt. Boðið er upp á heimagistingu, sem getur verið í 30-45 mínútna fjarlægð með almenningsvagni.

Ósýnilegir verða sýnilegir. Í þessu verkefni er unnið með innflytjendum, frumbyggjum og réttindi æskunnar í Mexikó borg. Þessi borg er ein af stærstu borgum í heimi. Þar búa um 9 milljónir.  Borgin er tengd við 60 sveitarfélög, sem svo mynda risastórt stórborgarsvæði með um 20 milljónir manna. Félagslegar hreyfingar, stríð og efnahagsvandamál í landinu hafa mótað nútíma-borg þar sem eru saman komnir mjög fátækir og mjög ríkir, vel menntaðir og illa menntaðir, glæsilegar byggingar og hreysi. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um andstæðurnar sem þarna finnast. Frjálsleg löggjöf kynja hefur varpað ljósi á viðkvæma hópa eins og frumbyggja, fátækt ungt fólk, alþjóðlega innflytjendur og sýnt skort á löggjöf þeim til handa til að laga aðstæður þeirra. Í Mexikó vill fólk trúa að kynþáttamisrétti, einelti og mismunun þekkist ekki. Málið er að fólk sér oft ekki það sem það vill ekki sjá. Þrátt fyrir þá þessa blindu hefur með óeigingjörnu starfi margra félaga verið ýtt á bæði sveitarfélög og ríki til að bregðast við. Með litlum efnum hefur þeim tekist að skapa nokkra vakningu og áhuga með sjálfboðaliðastarfi. 

Vinna fyrir flóttamenn eða innflytjendur getur falist í rannsóknum á helstu málefnum þeirra s.s, þýðingar á greinum, útgáfa eða skrifstofuvinna svo sem skjalavinna og að fylla út eyðublöð. Á kvöldin getur vinnan falist í að styðja við rannsóknir og starfssemi sem fer fram í flóttamannamiðstöð. Þar vinnur hópur kvenna að því að safna saman og deila reynslu með þá hugmynd að móta “markað þar sem skipst er á þekkingu” milli þeirra nýkomnu og nágrannnna með umræðum.

Félagsskapur sem styður við ungt fólk felst í að skapa námskeið og verkefni sem veita ungu fólki fræðslu og upplýsingar á þeirra forsendum. Með starfi sínu eru kynnt almenn mannréttindi. Staðnaðar hugmyndir um kynjahlutverk og skortur á upplýsingum meðal ungs fólks viðheldur vandamálum eins og háu hlutfalli unglingaóléttu, ólöglegra fóstureyðinga, vaxandi útbreiðslu kynsjúkdóma og kynja ofbeldi. Sjálfboðaliðar munu hjálpa aðallega við að rannsaka málefni, þýða skjöl og að taka þátt í ýmissi starfssemi eins og að mæta sem fulltrúi til systur félaga, hanna veggspjöld, skrifa skýrslur eða handbækur tengd málefnum úr vinnunni.

Frumbyggjabörn búa við það að móðurmál og venjur þeirra er litið á sem of gamaldags til að geta verið gott og engjast þau á milli þess að vilja halda í hefðbundin gildi og að verða nýtískuleg og viðurkennd. Þau vinna á morgnana við að þvo bílarúður eða selja sætindi og sækja svo skóla á kvöldin. Hópur mexikanskra sjálfboðaliða safnast saman tvisvar í viku með frumbyggjabörnum í einu af elsta og besta hverfi í Mexikó borg. Sjálfboðaliðar, sem taka þátt fá tækifæri til að skipuleggja leiki, námskeið, tónlistarhópa með Mexikönunum tvisvar í viku.. Eins hafa verið haldin námskeið í lestri fyrir fullorðna með góðum árangri. Verkefni sjálfboðaliða í þessu verkefni fer eftir lengd dvalar (best að það sé að minnsta kosti 12 vikur), tungumálakunnáttu og getu þess félagsskapar sem er verið að styðja. Sjálfboðaliðar munu búa hjá gistifjölskyldu í Mexikó borg og fá fullt fæði þar.  Sjálfboðaliðar verða að nota almenningssamgöngur á milli staða á eigin kostnað ca. 10 evrur á viku.