Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Ameríka / Mexíkó
10.12.2019 : 1:01 : +0000

Í stuttu máli

Lágmarksaldur: 18 ár

Tungumálakunnátta: Góð kunnátta í spænsku æskileg en einhver kunnátta alveg nauðsynleg. Ef hún er ekki fyrir hendi eða þarf að bæta hana er í boði að fara á námskeið áður en sjálfboðastarf hefst.

Skilyrði þátttöku: Ekki er krafist starfsreynslu, en nauðsynlegt að hafa áhuga á sjálfboðastarfi, vera sveigjanlegur, geta unnið í hóp og að vilja læra um og aðlagast nýrri menningu.

Lengd dvalar: 4-24 vikur

Upphafstími: Mæting á fimmtudegi.

Vegabréfsáritun: Ekki er nauðsynlegt að sækja um vegabréfsáritun, aðeins að vera með gilt vegabréf og flugmiða tilbaka.  Við komuna til Mexíkó er gefinn út 90 daga ferðamannaáritun.  Nauðsynlegt er að vegabréfið gildi allavega í 6 mánuði umfram áætlaðan dvalartíma.  Athuga þarf einnig með vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, ef millilent er þar, sérstaklega ef dvalist er lengur en 3 mánuði í Mexíkó.

Fyrirvari: Bóka þarf helst 2-3 mánuðum fyrir áætlaða brottför.

Annað: Nauðsynlegt er að vera sjálfstæður og að eiga auðvelt með aðlagast.

Sjálfboðavinna Mexíkó

Mexíkó er land taco og tequila og er draumur hvers ferðalangs.  Innan landamæra Mexíkó er að finna ótrúlegar andstæður: Fornar rústir og nútímalegar stórborgir, endalausar eyðimerkur og snæviþakin eldfjöll og þorp sem virðast ekki hafa breyst frá nýlendutímanum við hliðina á glitrandi og iðandi strandbæjum. 

 

Landið er gamalt en fólkið er ungt, - meira en 50% af íbúunum eru undir tvítugu.  Flestir búa í stórborgum.  Í höfuðborginni Mexico City búa um tuttugu milljónir manna og sameina þar allt hið besta og versta við Mexíkó.  Tónlist og hávaði, loftmengun og grænir garðar, hallir og skýjakljúfar, heimsfræg söfn og sístækkandi fátækrahverfi.

 

Með Sjálfboðavinna Mexíkó býðst þér tækifæri til að kynnast þessari heillandi blöndu.

 

Námskeið og skoðunarferðir
Hægt er velja um tungumálanámsskeið í upphafi sjálfboðastarfsins eða fara bara beint i það starf sem þú hefur valið þér, en þá verður að vera einhver spænskukunnátta fyrir hendi.