Þú ert hér: Vinna um víða veröld / Um Nínukot / Hver erum við?
20.7.2017 : 12:31 : +0000

Hver erum við?

Svanborg Óskarsdóttir

Svanborg sér um okkur öll.  Þegar hún er ekki önnum kafin við það annast hún um ráðningar, sjálfboðavinnu um víða veröld og Erasmus + nemendurna okkar sem koma til Íslands s.s. með því að kenna þeim fullt af íslensku og aðstoða þá við að kaupa sér bíl, hmmm... 

 

Kristrún Sveinsdóttir

Kristrún sér um kynningar- og markaðsmál Nínukots svo þú getir fylgst með öllu því skemmtilega sem er að gerast hjá okkur. Hún ferðast víða til að hitta samstarfsaðila og leitar að nýjum og spennandi verkefnum. Framkvæmd verkefnanna fylgir hún svo eftir og dreymir þess á milli um ævintýralega dvöl víða um heiminn...

 

Lilja Kristjánsdóttir

Lilja hefur umsjón með Au pair á Íslandi og Au pair í Evrópu. Hún var sjálf au pair í Hollandi í eitt ár þegar hún var um tvítugt og naut þess að kynnast nýrri menningu og reyna á sjálfstæðið. Hún er nýflutt heim frá Lúxemborg þar sem hún kynntist fólki frá öllum heimshornum og borðaði yfir sig af frönskum osti. Núna býr hún í Reykjavík og nýtur þess að ganga eða hlaupa um allar trissur og tala frönsku við alla sem vilja hlusta til að halda sér við efnið.

 

Nínukot og samstarfsaðilar erlendis

Við hjá Nínukoti störfum með samstarfsaðilum í öllum þeim löndum sem við erum að bjóða upp á verkefni, hvort sem um er að ræða Sjálfboðavinnu, Au pair, Tungumálanám eða Work & Travel. Samstarfsaðilar hjálpa okkur að undirbúa og skipuleggja komu þína og vera tengiliður þinn í dvalarlandi á meðan dvöl þinni stendur. Nínukot er einnig samstarfsaðili CareMed Tryggingamiðlunar.