Ertu með spurningu?

Sendu okkur tölvupóst!

Vantar þér starfsmann?

Nínukot aðstoðar fyrirtæki við að finna og ráða starfsfólk frá Evrópu til timabundinna starfa á Íslandi.

 

Umsækjendur hjá Nínukoti er vel menntað fólk aðallega á aldrinum 18-30 ára sem talar margvísleg tungumál. Góð enskukunnátta er nauðsynleg því það auðveldar öll samskipti í starfi og einnig félagslega. Margir hafa reynslu af landbúnaði og/eða ferðaþjónustu og einnig mikinn áhuga á að kynnast landi og þjóð.

Þegar ráðning hefur verið ákveðin sér Ninukot um frágang ráðningar og undirbúning fyrir komu starfsmannsins til landsins, móttöku, sækir um kennitölu, undirbýr lögheimilisskráningu og hjálpar starfsfólki til að komast áfram á áfangastað. Einnig aðstoðar Nínukot við frágang pappíra við brottför.

Nínukot býður upp á tveggja mánaða ábyrgð á ráðningu frá komu starfsmanna til landsins.

Nínukot hefur verið starfrækt allt frá janúar 1996 og hefur einkennismerki þess ávallt verið að bjóða upp á trausta og örugga þjónustu.  

 

VIÐ BJÓÐUM GÓÐA ÞJÓNUSTU Á SANNGJÖRNU VERÐI